J - 1 V E G A B R É F S Á R I T U N FYRIR STARFSNÁM
Við erum sérhæfð í þessu ferli
Við erum með J-1 vegabréfsáritun fyrir þigTegund vegabréfsáritunar sem þú þarft fyrir starfsnám í Bandaríkjunum kallast J-1 vegabréfsáritun (e. J-1 visa). Vegabréfsáritunin leyfir þér að vinna starfsnám allt að 12 til 18 mánuði en það fer allt eftir hvaða hæfniskröfur þú nærð að mæta þegar þú sækir um. Til þess að sækja um J-1 vegabréfsáritun hjá bandaríska sendiráðinu þarftu að fylla út umsóknareyðublað sem kallast DS-2019 og hafa heilsutryggingu. Aðeins í gegnum viðurkennda aðila á borð við CIEE (Council on International Educational Exchange) sem The North West Passage vinnur náið með er hægt að sækja um svona og munum við vinna saman að því að koma þér út í þitt drauma starfsnám.
|
Við höfum reynslu og þekkingu
The North West Passage er með sérstakan samning fyrir Norðurlöndin til að hjálpa norrænum nemendum að útvega sér J-1 vegabréfsáritun. Við erum sérhæft fyrirtæki sem gerir akkúrat þetta, allt árið um kring. Fyrirtækið er byggt af skandinavíubúum sem búa og starfa núna í Kaliforníu. Við erum ekki einungis hér vestan megin við hafið til þess að allt gangi smurt fyrir sig varðandi vegabréfsáritunina heldur einnig mun það reynast auðveldara fyrir okkur að skilja og aðlaga okkur að þínum persónulegum óskum og væntingum.
|
Finndu út ef þú uppfyllir allar kröfur
Finndu út ef þú ert hæf(ur) til þess að sækja um J-1 vegabréfsáritun sem þarf til þess að fá starfsnám í Bandaríkjunum.
|
Sjáðu Kostnaðinn
Kostnaðurinn getur farið eftir ýmsu, eins og hversu lengi þú vilt dvelja úti, athugaðu verðlistann til að fræðast meira.
|
Lærðu um Ferlið
Að fá J-1 vegabréfsáritun er talsvert ferli, en við erum hér til þess að það ferli gangi í gegn eins auðveldlega og hægt er.
|
T E S T I M O N I A L S
Joakim, Chemistry Research Intern in Idaho
"The place where I'm doing my internship, Idaho National Laboratory, recommended I had my visa process handled by a company called CIEE and one of the representatives in Sweden is The North-West Passage. The CEO of The North-West Passage answered my emails and the questions I had about the process thoroughly and professionally so the choice was easy." |
Joakim Ceder, KTH - Royal Institute of Technology, Stockholm, Sweden