J - 1 V E G A B R É F S Á R I T U N - S T A R F S N Á M
Hvernig á ég að sækja um starfsnáms vegabréfsáritun
Að sækja um J-1 vegabréfsáritun er frekar langt ferli, en við erum til staðar til að koma þér í gegnum ferlið á sem þæginlegasta máta. Til að skerpa á þeim skrefum sem þarf að klára í umsóknarferlinu, höfum við útbúið þessa mynd hér að neðan. Við mælum yfirleitt með því að sækja um vegabréfsáritun með 2-3 mánaða fyrirvara áður en starfsnámið hefst til að gefa þér nægan tíma til að fá áritunina örugglega fyrir ferðina út. Ef allt gengur að óskum, tekur það sirka 4-6 vikur frá því að þú sendir inn fullunna umsókn þangað til að þú færð vegabréfsáritunina og þú ert tilbúin í ferðalagið!
|