sagan okkar
The North-West Passage sérhæfir sig í því að finna tækifæri fyrir ungt fólk á Norðurlöndunum sem vilja vinna í Bandaríkjunum og upplifa menningu og fjölbreytta fegurð Bandaríkjanna. Höfuðstöðvarnar okkar eru í San Diego, Kaliforníu og við viljum að allir ættu að eiga tækifæri á því að upplifa þá ánægju sem fæst á ferðalögum og vinna erlendis, þó það sé bara í eitt skipti.
Við hjá The North-West Passage erum öll upprunarlega frá Norðurlöndunum. Fyrir einstaka tilviljun hittumst við öll á strönd í Suður-Kaliforníu fyrir nokkrum árum og náðum að tengjast yfir því að hafa komið til Bandaríkjanna. Það var þá sem við uppgvötuðum að okkar hópur væri fullkominn blanda til að hjálpa ungu fólki að upplifa Bandaríkin og þau tækifæri sem landið býður upp á. |
Frá fyrri reynslu, bæði starfs- og innflytjendareynslu, þá erum við einskonar sérfræðingar í að finna bestu leiðirnar frá norðri til vesturs. Það er margt sem þarf að hugsa um og mikið af smáatriðum sem geta verið mjög stressandi en við breytum því í ánægjulega upplifun og einnig eftirminnilega.
Við skiljum hvað ungt fólk er að leita að þegar leitað er að vinnu í Bandaríkjunum og þar getum við verið einstaklega hjálpsöm þá sérstaklega með öll þau skref sem eru framundan þangað til þú ert komin út. Það er okkar metnaður að hjálpa ungu fólki eins og þér að ekki aðeins krækja í verðmæta reynslu sem þú getur tekið heim með þér, heldur einnig fá menninguna beint í æð sem er okkur mikilvægt. |